22. desember 2006
22. desember 2006
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fíkniefni haldlögð – 200 gr. af hassi
Lögreglan í Hafnarfirði, með aðstoð lögreglunnar í Kópavogi og Reykjavík, lagði hald á rúmlega 200 grömm af hassi við húsleit í Hafnarfirði í gærkvöldi. Karl og kona, bæði á þrítugsaldri, voru handtekin vegna rannsóknar málsins en sleppt af loknum yfirheyrslum. Leikur grunur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Auk fíkniefnanna voru haldlagðir fjármunir sem taldir eru ágóði fíkniefnasölu.