26. apríl 2007
26. apríl 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fíkniefni fundust við húsleit í Breiðholti
Fíkniefni fundust við húsleit í Breiðholti en talið er að efnin séu hass, amfetamín og marijúana. Mest var af hassi eða um 100 grömm. Karlmaður og kona voru handtekin og yfirheyrð vegna málsins. Hálffertug kona í annarlegu ástandi var handtekin í miðborginni um hádegi í gær en í fórum hennar fundust ætluð fíkniefni. Konan var stöðvuð við akstur en þá hafði hún ekið á móti umferð. Skráningarnúmer voru fjarlægð af bílnum sem var með bilaðar bremsur. Í Kópavogi voru tveir piltar um tvítugt færðir á lögreglustöð í nótt en í bíl annars þeirra fundust ætluð fíkniefni.