28. september 2007
28. september 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fíkniefni fundust við húsleit
Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Kópavogi síðdegis en við húsleit hjá honum fannst 1,7 kíló af ætluðu maríjúana. Á sama stað fundust einnig 80 kannabisplöntur. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.