7. nóvember 2020
7. nóvember 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fíkniefni fundust í Heiðmörk
Útivistarmaður, sem var í heilsubótargöngu með hundinn sinn, tilkynnti lögreglu um sérkennilegan hlut sem varð á vegi hans í Heiðmörk í gær. Lögreglan brást fljótt við og hélt þegar á staðinn og skoðaði hlutinn, sem reyndist innihalda 400 grömm af kókaíni. Fíkniefnin höfðu verið grafin í holu í jörðinni, en það var ekki síst hundi mannsins að þakka að þau fundust.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.