Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. apríl 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnasali handtekinn í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann fíkniefni við húsleit í fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík eftir hádegi í dag. Um var að ræða um 50 gr. af marijúana en talið er að það hafi verið ætlað til sölu. Húsráðandi, piltur um tvítugt, hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.

Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.