Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. ágúst 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnasalar handteknir

Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á fíkniefni og stera fyrr í vikunni í kjölfar á húsleit sem gerð var á heimili tveggja einstaklinga, að fenginni heimild. Við leitina fundust kannabisefni, svo og nokkurt magn stera. Báðir aðilar voru handteknir og í fórum þeirra voru umtalsverðar fjárhæðir. Fólkið viðurkenndi sölu fíkniefna við skýrslutöku hjá lögreglu.

Þá reyndist farþegi í bifreið sem lögregla stöðvaði við hefðbundið eftirlit vera með kannabispoka í fórum sínum sem hann framvísaði.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.