Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. nóvember 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnasala stöðvuð

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina fíkniefnasala og haldlagði jafnframt allnokkurt magn af fíkniefnum. Við húsleit, að fenginni heimild, fundu lögreglumenn á annað hundrað grömm af kannabisefnum. Jafnframt handtóku þeir tvo einstaklinga sem báðir höfðu verið að kaupa fíkniefni á umræddum stað.

Á öðrum stað var húsráðandi handtekinn en í híbýlum hans fundust meint kannabis og amfetamín.

Loks var einstaklingur innan við tvítugt handtekinn og var hann með fíkniefni í vörslum sínum. Málið var tilkynnt til barnaverndar vegna ungs aldurs hans.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.