23. júní 2009
23. júní 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fíkniefnamál um helgina
Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Kannabisefni fundust við húsleit á heimili fimmtugs karls í austurborginni. Marijúana fannst í húsi í miðborginni og var maður um fertugt yfirheyrður í þágu rannsóknar málsins. Piltur um tvítugt var handtekinn í Mosfellsbæ en hann var með fíkniefnum í fórum sínum. Þá var karl á fertugsaldri handtekinn í Breiðholti en viðkomandi er grunaður um fíkniefnamisferli. Sá var á stolnum bíl en í honum fundust ýmsir munir sem grunur leikur á að séu þýfi.