23. mars 2018
23. mars 2018
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fíkniefnamál – þrír í gæsluvarðhaldi
Tveir karlar og ein kona voru í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innflutningi á um 600 gr. af kókaíni. Mennirnir voru úrskurðaðir í varðhald til 4. apríl en konan til 28. mars. Þau eru öll af erlendu bergi brotin.
Rannsókn málsins er á frumstigi og frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu.