Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

19. febrúar 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnamál – Lögreglan á Ísafirði, framhald.

Eins og fram hefur komið eru tveir menn í haldi lögreglunnar á Ísafirði vegna rannsóknar á meintri fíkniefnadreifingu. En mennirnir voru handteknir um kl.10:00 í gærmorgun í Ísafjarðardjúpi. Í fórum þeirra fundust fíkniefni í sölueiningum, n.t.t. hass.

Að kröfu lögreglustjórans á Ísafirði voru mennirnir, sem eru 16 og 19 ára, úrskurðaðir í dag í gæsluvarðhald til kl.16:00 á morgun.

Í þágu rannsóknar málsins verður ekki gefið upp hvert magn efnanna, sem lagt var hald á, er. Grunsemdir eru um að efnið hafi átt að fara til dreifingar á Vestfjörðum.

Fleiri aðilar, en ofangreindir tveir menn, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins.