Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. september 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnamál í Reykjavík – kókaín í fljótandi formi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á gæsluvarðhald yfir tveimur körlum sem eru grunaðir um innflutning á ætluðum fíkniefnum frá Suður-Ameríku. Talið er að um sé að ræða 1800 ml af kókaíni í fljótandi formi. Mennirnir, annar á fertugsaldri en hinn um fertugt, voru handteknir í Laugarneshverfi í Reykjavík síðdegis í gær.

Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt rannsókn málsins sem unnin er í samvinnu við bandarísku fíkniefnalögregluna (DEA). Aðkomu að rannsókn málsins eiga einnig tolla- og lögregluyfirvöld á Suðurnesjum sem og tollayfirvöld í Reykjavík.