Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. júní 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnamál í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann fíkniefni við húsleit á tveimur stöðum í Reykjavík fyrir helgina. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti en grunur lék á að kannabisefni væru seld þaðan. Mikla kannabislykt lagði frá íbúðinni en innandyra fundust um 170 grömm af marijúana í söluumbúðum. Lögreglan lagði sömuleiðis hald á tæplega 50 grömm af marijúana í söluumbúðum í kjallaraíbúð í vesturbænum. E-töflur fundust einnig á staðnum en gestkomandi maður í íbúðinni var handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Húsráðandinn var hins vegar fjarstaddur en hann var kallaður á vettvang og yfirheyrður. Lögreglu höfðu borist tilkynningar um tíðar mannaferðir í íbúðina á öllum tímum sólarhrings og þegar hún mætti á vettvang lagði mikinn kannabisþef frá íbúðinni.

Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.