Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

13. júní 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnamál í Hafnarfirði

Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Hafnarfirði í gærkvöld, en sá freistaði þess að komast undan lögreglunni á tveimur jafnfljótum. Hann tók til fótanna þegar laganna verðir birtust á vettvangi, en var hlaupinn uppi eftir stuttan sprett. Amfetamín fannst í fórum mannsins, en viðkomandi hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.