Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. janúar 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnamál – farbann

Karl á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í farbann til 12. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, er grunaður um aðild að innflutningi á rúmlega 800 grömmum af kókaíni til landsins frá Bandaríkjunum. Maðurinn var handtekinn í lok síðasta árs og sat í gæsluvarðhaldi frá 30. desember. Rannsókn málsins miðar vel.