Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. október 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnamál – áframhaldandi gæsluvarðhald

Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn var handtekinn fyrrihluta september ásamt þremur öðrum í tengslum við rannsókn lögreglunnar á innflutningi á um 4 kg af amfetamíni frá Danmörku. Lögð var fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim öllum en héraðsdómur féllst ekki á hana. Þrír eru því lausir úr gæsluvarðhaldi en einn þeirra hefur hafið afplánun vegna eldri dóms. Viðkomandi er á þrítugsaldri og sá eini fjórmenninganna sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.