Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. nóvember 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnamál – áframhaldandi gæsluvarðhald

Karl um þrítugt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um fíkniefnamisferli. Maðurinn er erlendur ríkisborgari og hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Hann var handtekinn um miðjan síðasta mánuð en samhliða var lagt hald á umtalsvert magn af sterkum fíkniefnum. Maðurinn er grunaður um að vera stórtækur í sölu og dreifingu fíkniefna. Málið er áfram í rannsókn en það hefur verið unnið í samvinnu við tollyfirvöld.