Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

6. janúar 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnamál – ætluð dreifing.

Nú síðdegis í dag kvað Héraðsdómur Vestfjarða upp úrskurð, að kröfu lögreglustjórans á Ísafirði, þess efnis að tveir einstaklingar skuli sæta gæsluvarðhaldi til kl.16:00 þriðjudaginn nk. Er þetta liður í rannsókn lögreglunnar á Ísafirði á meintri fíkniefnadreifingu á norðanverðum Vestfjörðum undanfarið. Lögreglan á Ísafirði framkvæmd húsleit í gær og handtók umrædda einstaklinga. Lagt var hald á nokkurt magn fíkniefna, áhöld og fjármuni sem ætlað er að stafi af sölu fíkniefna.

Lögreglan vinnur á fram að rannsókn málsins.