Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. september 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnamál á Seyðisfirði – einn í gæsluvarðhald

Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn fíkniefnamáls sem kom upp á Seyðisfirði í dag. Karl á sjötugsaldri var handtekinn vegna rannsóknar málsins og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. september. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn. Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Lögreglan á Seyðisfirði hefur sömuleiðis sent frá sér tilkynningu vegna málsins og hana má nálgast hér.