24. ágúst 2014
24. ágúst 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fíkniefnamál á menningarnótt
Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á menningarnótt, en hún lagði hald á bæði kannabisefni og einnig lítilræði af amfetamíni og kókaíni. Í einu málanna fundust kannabisefni í bifreið og viðurkenndi farþegi í bílnum aðild sína að málinu. Lögreglan framkvæmdi eina húsleit á menningarnótt, en í íbúð fjölbýlishúss í borginni fundust fíkniefni og hnúajárn.