Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

14. janúar 2014

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnamál á höfuðborgarsvæðinu

Allnokkur fíkniefnamál komu til kasta Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en í nær öllum þeirra áttu í hlut ungir karlar. Fíkniefni fundust við leit í fjórum bifreiðum, auk peninga sem taldir eru vera tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Þá var lagt hald á fíkniefni við húsleit á tveimur stöðum í umdæminu, en málin sem hér hafa verið nefnd tengjast ekki. Í þessum aðgerðum var mestmegnis lagt hald á kannabisefni, en einnig lítilræði af amfetamíni.