Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. febrúar 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnaleit í fjölbrautaskóla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði að fíkniefnum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í hádeginu í dag. Á undanförnum árum hefur lögreglan nokkrum sinnum farið þessara erinda í skólann en niðurstaðan hefur ávallt verið sú sama. Þar hafa engin fíkniefni fundist. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum var notaður við aðgerðina í dag.