11. júní 2003
11. júní 2003
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fíkniefnaflutningur til Vestfjarða stöðvaður.. framhald.
Eins og fram kom í frétt í gær, hér á vefnum, fann lögreglan á Ísafirði um 76 grömm af kannabisefnum og tæp 4 grömm af amfetamíni þegar hún handtók karlmann á fertugsaldri í gær. Karlmaðurinn var þá nýkominn til Ísafjarðar með áætlunarflugi frá Reykjavík.
Karlmaðurinn hefur verið í haldi lögreglunnar á Ísafirði, en hefur nú verið sleppt lausum, eftir yfirheyrslu. Vegna magns þeirra fíkniefna sem lögreglan fann í gær var málið rannsakað með það í huga að um tilraun til sölu og dreifingar fíkniefna hafi verið að ræða. Maðurinn hefur hins vegar neitað að hafa ætlað að selja efnið, það hafi verið ætlað til eigin neyslu.
Maðurinn á yfir höfði sér töluverða refsingu vegna þessa fíkiefnabrots.