Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. júní 2003

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnaflutningur til Vestfjarða stöðvaður.

Nú á átjánda tímanum í dag handtók lögreglan á Ísafirði karlmann á fertugsaldri. Maðurinn var þá nýkominn með áætlunarflugi frá Reykjavík til Ísafjarðar. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamisferlis og vöknuðu grunsemdir um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Við handtökuna fann lögreglan tæplega 76 grömm af kannabisefnum og tæp 4 grömm af amfetamíni hjá manninum. Hann er ennþá í haldi lögreglunnar á Ísafirði, en rannsókn á fíkniefnamisferli mannsins stendur yfir.