2. júní 2015
2. júní 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Festi bifreið sína í utanvegaakstri
Ökumaður varð uppvís að utanvegaakstri þegar hann festi bifreið sína í Lambhagatjörn í gærkvöld. Þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang kom í ljós að bifhjólum hafði einnig verið ekið utan vegar á þessu svæði. Ökumaður bifreiðarinnar viðurkenndi brot sitt en kvaðst ekki hafa vitað að ekki mætti aka utan vegar á þessum slóðum. Honum var þá bent á skilti við veginn sem bannar allan akstur utan vegar.