28. maí 2012
28. maí 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ferðamaðurinn látinn
Ferðamaðurinn, sem lögreglan lýsti eftir á laugardag, fannst látinn fáeina kílómetra frá Meðalfellsvatni síðdegis í dag. Ferðamaðurinn var 42 ára kona frá Lettlandi. Hún hét Ligita Solomenceva. Ekki er talið að lát hennar hafi borið að með saknæmum hætti.