Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. mars 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ferðamaður með hass

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af erlendum ferðamanni á Keflavíkurflugvelli. Tollverðir höfðu fundið hass í fórum mannsins og óskuðu aðstoðar lögreglu. Hassið reyndist vera tæp fimm grömm. Maðurinn greiddi 50 þúsunda króna sekt á staðnum og hélt síðan leiðar sinnar.

Áður hafði lögregla haft afskipti af íslenskum karlmanni sem var staddur skammt frá lögreglustöðinni á Hringbraut í Keflavík. Hann framvísaði fimm pokum af kannabis og reyndist einnig vera með aðra tegund fíkniefna í buxnavasa sínum.