Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

13. febrúar 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ferðaðist á vegabréfi annars manns

Lögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið erlendan ferðamann sem ferðaðist á vegabréfi annars einstaklings. Maðurinn kom frá Svíþjóð og var á leið til Toronto þegar lögregla hafði afskipti af honum. Vegabréfið var gefið út í Svíþjóð og kvaðst maðurinn hafa keypt það af karlmanni þar í landi fyrir 5000 krónur sænskar.

Mál hans er komið í hefðbundið ferli.