Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

21. maí 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Féll fjóra metra úr stiga

Nokkuð hefur verið um slys í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Til dæmis féll hálfsjötugur karlmaður niður fjóra metra úr stiga, þegar listi á húsinu sem hann studdi sig við, brotnaði. Maðurinn lenti á stétt og fann til eymsla í baki. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlyningar. Þá meiddist kona á öxl þegar hún var í leikfimi með fleiri konum. Talið var að hún hefði farið úr axlarlið og var einnig flutt á HSS með sjúkrabifreið.