Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. febrúar 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fékk rútuhlera í höfuðið

Það óhapp varð í gærdag að farþegi sem var að koma frá Bristol til landsins fékk hlera á farangursgeymslu rútu í höfuðið. Verið var að ganga frá farangri farþegans þegar vindhviða reið yfir og skellti hleranum á höfuð hans. Hann hlaut talsverða áverka sem blæddi úr og var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur.