Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

21. september 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fastir í lyftu

Lögreglan og slökkvilið komu sjö ungum mönnum til aðstoðar í fjölbýlishúsi í miðborginni aðfaranótt laugardags. Mennirnir, sem allir voru í miður góðu ástandi, sátu fastir í lyftu en drjúga stund tók að losa þá úr prísundinni. Ekki er að fullu ljóst hvað orsakaði bilunina en sjálfsagt hefur það haft sitt að segja að burðargeta lyftunnar miðast að hámarki við sex menn.