Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. október 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fáskrúðsfjarðarmálið – áframhaldandi gæsluvarðhald

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu úrskurðað fjóra karla í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar fíkniefnamálsins á Fáskrúðsfirði. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember vegna rannsóknarhagsmuna en honum er jafnframt gert að vera í einangrun, tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 8. nóvember vegna almannahagsmuna og einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. nóvember vegna almannahagsmuna.

Ekki var gerð krafa um gæsluvarðhald yfir fimmta manninum en sá hefur hafið afplánun vegna dóma sem hann hefur hlotið áður.