Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. mars 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Farbann vegan rannsóknar á banaslysi framlengt

Héraðsdómur Suðurlands hefur, að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi, úrskurðað kínverskan ríkisborgara til að sæta áframhaldandi farbanni til föstudagsins 22. apríl n.k. Maðurinn var ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri við aðra bifreið á einbreiðri brú yfir Hólá á þjóðvegi 1 í Skaftafellssýslu þann 26.12.2015 Ökumaður þeirrar bifreiðar lést af áverkum sem hann hlaut við áreksturinn.

Ákæra gegn manninum hefur verið gefin út og var mál hans þingfest s.l. föstudag í Héraðsdómi Suðurlands. Brot hans er m.a talið varða við 215. gr. almennra hegningalaga nr. 19/1940 auk ákæða umferðarlaga.