30. maí 2025
30. maí 2025
Fannst látinn
Karlmaður sem fannst látinn í sjónum út af Örfirisey eftir hádegi í dag er talinn vera sami maður og var saknað frá því síðdegis í gær, en hann var erlendur ríkisborgari á þrítugsaldri.

Tilkynnt var um hvarf mannsins, sem var í sjósundi, um hálffimmleytið í gær og hófst þegar viðamikil leit að honum með þátttöku fjölda viðbragðsaðila. Leitað var að manninum fram á kvöld, en án árangurs.
Leit hófst að nýju eftir hádegi í dag og lauk henni þegar maðurinn fannst látinn eins og áður var getið.