19. janúar 2020
19. janúar 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Falsaðir seðlar
Nokkur tilvik hafa komið til um helgina þar sem falsaðir 100 evru seðlar hafa verið notaðir í viðskiptum og vill lögreglan því beina þeim tilmælum til fólks að gæta að sér þegar verið er að taka við greiðslu í erlendum myntum og gæta vel að öryggisatriðum seðla.Verði fólk þess vart að reynt sé að greiða með fölsuðum seðli er best að kalla strax til lögreglu gegnum 112.