Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

14. mars 2025

Frá plöntu til planka - Fagráðstefna skógræktar 2025

Fagráðstefna skógræktar 2025 fer fram á Hótel Hallormsstað dagana 26. og 27. mars. Þema fyrri dags ráðstefnunnar að þessu sinni verður leiðin frá ræktun skógarplöntu í gróðrarstöð þar til trén eru felld til timburnytja. Dagskrá ráðstefnunnar liggur nú fyrir með útdráttum erinda og veggspjalda.

Hótel Hallormsstaður. Ljósmynd: Hótel Hallormsstaður

Fagráðstefna skógræktar er haldin í samstarfi Lands og skógar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands, Skógfræðingafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands. Ráðstefnan er eins og heitið gefur til kynna vettvangur þekkingarmiðlunar og umræðu í skógargeiranum. Ráðstefnan hefur verið haldin frá því um aldamótin og hleypur til milli landshluta frá ári til árs. Síðast var hún haldin á Akureyri og þar áður á Ísafirði.

Fyrirlestrar og umræður um eitt ákveðið þema mynda dagskrá fyrri dags ráðstefnunnar, sem að þessu sinni er „frá plöntu til planka“ og snýr einkum að framkvæmd nýskógræktar frá landvali til mismunandi skógarumhirðukerfa miðað við þær lokaafurðir sem stefnt er að. Seinni daginn er rými fyrir hvers kyns málefni sem tengjast skógum og skógrækt, rannsóknum, menntun, nýsköpun og tækni öllu sem lýtur að skógartengdum málefnum.

Streymi

Streymt er frá ráðstefnunni á Youtube-streymisrás Lands og skógar: https://www.youtube.com/@landogskogur/streams

Dagskrá Fagráðstefnu skógræktar 2025

Bakhjarlar Fagráðstefnu skógræktar

Bakhjarlar Fagráðstefnu skógræktar 2025

Ferðir að og frá flugvelli

  • Egilsstaðaflugvöllur - Hallormsstaður þegar kvöldélin 25. mars er lent.

  • Egilsstaðaflugvöllur - Hallormsstaður þegar morgunvélin 26. mars er lent.

  • Hallormsstaður - Egilsstaðaflugvöllur kl. 15 þegar ráðstefnunni er lokið 27. mars.

Gisting

Gisting er í boði á Hótel Hallormsstað þar sem ráðstefnan fer fram. Þar má bóka gistingu með skeyti á netfangið sylvia@701hotels.is eða með því að hringja í síma 616 6239.