Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. september 2025

Eydís Inga Sigurjónsdóttir deildarstjóri hjúkrunarheimilsins Sæborgar á Skagaströnd

Þann 1. maí sl. tók Heilbrigðisstofnun Norðurlands yfir rekstur hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd. Um 25 starfsmenn starfa á Sæborg undir stjórn Eydísar Ingu Sigurjónsdóttur, deildarstjóra.

Eydís varð deildarstjóri Sæborgar árið 2020 og ári síðar tók hún við starfi hjúkrunarforstjóra á hjúkrunarheimilinu. Því starfi gegndi hún þar til Sæborg sameinaðist Heilbrigðisstofnun Norðurlands þann 1. maí sl.

Eydís lauk B.S.c prófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2011 og árið 2024 bætti hún við sig viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu með áherslu á heilbrigðisvísindi. Hún býr að víðtækri reynslu úr heilbrigðisgeiranum og hefur á starfsferli sínum sótt bæði störf og nám hérlendis sem erlendis.

„Ég er afar þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt að fá að leiða Sæborg áfram í gegnum þessi miklu tímamót. Ég hlakka til að vera partur af þessu stórfenglega teymi sem HSN er.“

Við bjóðum Eydísi og allt starfsfólk Sæborgar hjartanlega velkomið til HSN.