Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. júní 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Eru fjármál stórmál?

Já, fjármál geta verið mjög stór mál, sérstaklega þegar fólk er að stíga sín fyrstu skref inn í heim peninganna. Þetta kennsluefni er sérstaklega hannað fyrir unglingastig grunnskóla og mun hjálpa nemendum að fóta sig í heimi fjármála.

Í námsefninu fá unglingarnir að læra um flest sem viðkemur fjármálum einstaklinga. Þar er talað t.d. um lán, sparnað og hvernig debet- og kreditkort virka.
Einnig er farið yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði, eins og orlof, skatta og veikindarétt. Og auðvitað eru öll helstu fjármálahugtök útskýrð á auðskiljanlegan hátt.

Nálgast má bókina á rafrænu formi inn á námsefnissíðu.