Fara beint í efnið

11. maí 2022

Ertu á svölum vinnustað?

Embætti landlæknis, VIRK og Vinnueftirlit ríkisins bjóða upp á örráðstefnu um heilsueflandi vinnustaði með Marie Kingston - höfundi bókarinnar "Stop stress" og Streitustigans – á Grand hótel miðvikudaginn 18. maí.

Landlæknir logo

Embætti landlæknis, VIRK og Vinnueftirlit ríkisins bjóða upp á örráðstefnu um heilsueflandi vinnustaði með Marie Kingston - höfundi bókarinnar "Stop stress" og Streitustigans – á Grand hótel miðvikudaginn 18. maí kl. 10:30 - 12:00. Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis. 

Mary Kingston stendur einnig fyrir vinnustofu sama dag um streitu og vinnustaði, sem nýtist t.d. stjórnendum, á Grand hóteli kl. 13:00 - 16:00, miðvikudaginn 18. mars. Vinnustofan fer fram á ensku og aðgangseyrir á vinnustofuna er kr. 9.000.

Vinsamlegast athugið að skilyrði fyrir þátttöku á vinnustofunni er seta á örráðstefnunni fyrr um daginn þar sem að Marie Kingston leggur þar grunn að þeim þáttum sem unnið verður með á vinnustofunni og mun hún ekki endurtaka þann grunn.

Fjöldi þátttakenda í vinnustofunni er takmarkaður og því mikilvægt að skrá sig á virk.is.

Marie Kinsgston er vinnusálfræðingur sem hefur unnið með streitu, forystu og skipulagsþróun í fyrirtækjum og stofnunum meira en 20 ár. Hún er höfundur nokkurra bóka um streitu, þar á meðal verðlaunabókarinnar Stop Stress, sem hefur verið þýdd á ensku, rússnesku og japönsku.

Marie er stofnandi Kingston Consulting, fyrirtækis sem býður upp á leiðtoga- og skipulagsþróun, stjórnendaþjálfun og streitumeðferð og forvarnir fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Örráðstefnan er tíundi fundurinn um heilsueflingu á vinnustöðum sem embætti landlæknis, VIRK og Vinnueftirlitið standa fyrir en stofnanirnar þrjár eiga í góðu samstarfi heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum.

Markmið samstarfsins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.