17. janúar 2014
17. janúar 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Erna Sigfúsdóttir skipuð lögreglufulltrúi við Lögregluskóla ríkisins
Ríkislögreglustjóri hefur skipað Ernu Sigfúsdóttur lögreglufulltrúa við Lögregluskóla ríkisins frá og með 1. febrúar n.k. Erna lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins árið 1993 og hefur starfað innan lögreglunnar í 23 ár. Hún hefur víðtæka reynslu innan lögreglunnar, hefur starfað við almenna löggæslu á höfuðborgarsvæðinu og við lögreglurannsóknir í fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Þá hefur Erna starfað sem lögreglufulltrúi frá árinu 2001, m.a. við rannsóknir efnahagsbrota, í alþjóðadeild ríkislögreglustjóra og á stjórnsýslusviði embættisins. Síðastliðið ár hefur hún gegnt starfi deildarstjóra á peningaþvættisskrifstofu embættis ríkislögreglustjóra.