Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. júní 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Erilsamt á helgarvaktinni

Um helgina bárust um 20 tilkynningar um líkamsárásir, en í um helmingi tilfella var um að ræða heimilisofbeldi. Tvær líkamsárásanna rötuðu sérstaklega í fréttirnar, en í annarri var bitinn hluti af eyra manns á skemmtistað í miðborginni. Í hinni var maður stunginn með hnífi á göngu- og hjólastíg í Kópavogi. Árásarmaðurinn var handtekinn og síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags. Hátt í þrjátíu þjófnaðarmál komu á borð lögreglu, þar af nokkur innbrot. Þá voru 27 ökumenn teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur þessa helgina. Þess utan sinnti lögreglan tugum annarra aðstoðarbeiðna svo fátt eitt sé nefnt af verkefnum sem komu til kasta embættisins.