28. maí 2025
28. maí 2025
Endurbætur á Umdæmissjúkrahúsinu í Neskaupstað

Vegna nauðsynlegra endurbóta á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands verður starfsemin takmörkuð í júní.
Bráðaþjónusta verður áfram óskert, möguleikinn á skurðaðgerðum takmarkaður og ekki verður hægt að bjóða upp á fæðingarþjónustu á þessum tíma.
Sjúkraflutningsviðbragð HSA hefur verið eflt sem og samvinna við aðrar heilbrigðisstofnanir.
Heilbrigðisstofnun Austurlands biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að fylgja þessum nauðsynlegu viðhaldsaðgerðum.