Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

13. ágúst 2025

Emilía Fönn Andradóttir fær sérfræðileyfi í hjúkrun fullorðinna með sykursýki

Emilía Fönn Andradóttir, hjúkrunarfræðingur á göngudeild lyflækninga, hefur hlotið sérfræðileyfi sem sérfræðingur í hjúkrun fullorðinna með sykursýki frá embætti landlæknis.

Sérfræðileyfið er viðurkenning á víðtækri menntun, reynslu og sérhæfðri þekkingu Emilíu Fannar á hjúkrun fullorðinna einstaklinga með sykursýki. Með þessu bætist hún í hóp fárra hjúkrunarfræðinga á Íslandi með þessa sérhæfingu.

Við óskum Emilíu Fönn innilega til hamingju með áfangann!