Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. september 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Embætti ríkislögreglustjóra og Landssamband lögreglumanna undirrita viljayfirlýsingu um samstarf vegna kulnunar í starfi

Embætti ríkislögreglustjóra og Landssamband lögreglumanna undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf vegna verkefna er lúta að kulnun í starfi á meðal lögreglumanna. Aðilar eru sammála um að þörf sé á samstilltu fræðsluátaki meðal lögreglumanna um vinnutengda kulnun. Markmið samstarfsins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan lögreglumanna, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall þeirra af vinnumarkaði. Aðilar koma til með að leita eftir samstarfi við öll lögregluembætti og gerð verður sameiginleg tímasett aðgerðaáætlun. Nánar um viljayfirlýsinguna má sjá hér.