Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. september 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ellefu teknir fyrir ölvunarakstur

Ellefu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sex voru stöðvaðir á laugardag, fjórir á sunnudag og einn í nótt. Níu voru teknir í Reykjavík og tveir í Hafnarfirði. Þetta voru níu karlar á aldrinum 20-48 ára og tvær konur. Önnur er á þrítugsaldri en hin á fimmtugsaldri.

Á sama tímabili voru tveir karlar og ein kona tekin fyrir aka undir áhrifum fíkniefna. Annar karlinn er um tvítugt og hinn rúmlega þrítugur en konan er liðlega tvítug. Karlarnir voru stöðvaðir í Hafnarfirði og Reykjavík en konan í Mosfellsbæ.