Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. febrúar 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ellefu líkamsárásir um helgina

Ellefu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Átta þeirra áttu sér stað í miðborginni en hinar í úthverfum borgarinnar. Líkamsárásirnar voru nær allar minniháttar og mestmegnis voru þetta pústrar. Í einu tilviki var þó um að ræða bæði nef- og kinnbeinsbrot en sá sem fyrir því varð, karl um þrítugt, lenti í átökum við annan mann með fyrrgreindum afleiðingum.