14. september 2010
14. september 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ellefu líkamsárásir um helgina
Ellefu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina og voru þær flestar minniháttar. Sú alvarlegasta átti sér stað í heimahúsi í austurborginni en þar var sparkað í andlit manns með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði. Ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til.