Fara beint í efnið

3. júní 2024

Elín Björg Ragnarsdóttir skipuð í embætti fiskistofustjóra

Matvælaráðherra hefur skipað Elínu Björgu Ragnarsdóttur sem fiskistofustjóra frá 1. júní.

Fiskistofustjóri - Elín Björg Ragnarsdóttir

Elín Björg lauk meistaragráðu (ML) í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2010 og B.S. gráðu í viðskiptalögfræði frá sama skóla árið 2008. Elín Björg er með diplóma í hafrétti frá Rhodes Academy of Oceans Law and Policy frá árinu 2022. Elín Björg hefur einnig lokið námi í fiskiðn og fisktækni frá Tækniskólanum ásamt ýmsum námskeiðum á sviði stjórnunar og reksturs fyrirtækja.

Elín Björg hefur gegnt ýmsum nefndar- og stjórnunarstörfum og tekið þátt í starfshópum tengdum sjávarútvegi og fiskveiðistjórnun. Hún hefur starfað á Fiskistofu frá árinu 2016 og frá árinu 2020 sem sviðstjóri veiðieftirlitssviðs en frá janúar á þessu ári hefur hún gengt hlutverki starfandi staðgengils Fiskistofustjóra.

Við bjóðum Elínu Björgu hjartanlega velkomna í nýtt hlutverk hjá Fiskistofu.