Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. október 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Eldur í potti

Betur fór en á horfðist þegar gleymdist að slökkva á eldavélarhellu í kjallaraíbúð í vesturborginni síðdegis í gær. Þar var ungur maður að sjóða fisk í potti fyrir heimilisköttinn en skrapp frá og gleymdi að slökkva á hellunni. Nágranni tilkynnti um reyk frá íbúðinni og voru lögregla og slökkvilið fljót á vettvang. Engar skemmdir urðu á íbúðinni en potturinn var hinsvegar ónýtur.