Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. maí 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Eldur í bústað og sinu

Talið er að eldur sem kom upp í bústað í Hvassahrauni í fyrradag hafi kviknað út frá sprunginni gluggarúðu sem lá upp við húsvegginn. Glaðasólskin var á þessum tíma og skein sólin á þá hlið hússins sem rúðan lá upp við. Þegar lögreglan á Suðurnesjum mætti á vettvang kom í ljós að kviknað hafði í sinu við rúðuna og eldurinn síðan læst sig í klæðningu á húsinu, sem var mannlaust. Slökkvilið rauf klæðninguna og gekk slökkvistarf vel.

Áður hafði lögregla tvisvar verið kvödd til vegna sinubruna. Í öðru tilvikinu brann sina í norðurhlíð fjallsins Þorbjarnar. Í hinu logaði eldur í vegkanti Grindavíkurvegar. Í báðum tilvikum gekk vel að ráða niðurlögum hans.