Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. júlí 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Eldsvoðinn á Bíldudal 20. febrúar 2007.

Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar eldsvoðann sem varð þann 20. febrúar sl. í iðnaðarhúsnæði að Litlu Eyri á Bíldudal sem íkveikju. Eins og fram kom í fréttum af eldsvoðanum varð eldsins vart skömmu fyrir hádegi þann sama dag og brann tæplega 600 fermetra iðnaðarhúsnæði til grunna. Vettvangsrannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að eldur hafði verið borinn að húsnæðinu.